- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þorrablótið árið 2013 heppnaðist mjög vel. Við unnum í því alla vikuna áður, bæði nemendur og kennarar, skreyttum, skipulögðum skemmtiatriði, fundum tónlist og margt fleira. Ég var ánægður með hvað margir mættu, öll borðin voru full. Skemmtiatriðin voru öll algjör snilld, bæði hjá skemmtinefnd og foreldrunum (mjög frumlegt hjá pöbbunum) og maturinn var bara mjög fínn. Og þegar við dönsuðum gömlu dansana var fínt að vera búinn að læra þá fyrir. Það var líka mjög gaman að vera veislustjóri og geta skipulagt dagskrána, skrifa handrit og kynna atriðin. Mér fannst líka skemmtilegt að syngja öll lögin saman með Halldór á nikkunni. Diskóið eftir á var að mínu mati eitt af því skemmtilegasta á þorrablótinu. Að lokum get ég bara sagt að þorrablótið hjá 8. bekk 2013 var mjög flott og skemmtilegt.
Skemmtinefndaratriðið má sjá hér.
Myndir má sjá hér.
-Viktor Freyr Aðalsteinsson
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |