- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Halldór skólastjóri hefur undanfarnar vikur þjálfað nemendur í þjóðlegum söng og dansi. Nemendur komu því allir vel syngjandi og dansandi til blótsins. Meðan á borðhaldi stóð sýndu nemendur og foreldrar skemmtiatriði. Atriði foreldranna vekur ávallt mikla lukku. Að þessu sinni rifjuðu nokkrir pabbar upp gamlan leikfimitíma í skólanum. Að borðhaldi loknu tók við dans sem dunaði fram á rauða nótt. Skemmtu gestir sér konunglega eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |