Til nemenda 8. bekkjar og foreldra þeirra.

Þriðjudaginn 11...
Þriðjudaginn 11. september efnir skólinn til gönguferðar yfir Tunguheiði – við höfum það á dagskrá okkar að nemendur 8. bekkjar gangi þessa leið á hverju hausti. 
Tunguheiði er fjallvegur sem mikið var farinn áður fyrr og er  milli Tjörness og Kelduhverfis. Gengið er frá Syðritungu á Tjörnesi og komið niður í Fjöll í Kelduhverfi.
Göngufólk þarf að vera í skjólgóðum göngufötum og í góðum skóm. Gott er að hafa göngustafi, léttan bakboka og mikið og hollt  nesti til dagsins. Við gerum ráð fyrir því að vera a.m.k. 5 -6  klukkutíma á göngu á misjöfnu landi.
 
Þetta er falleg leið,  við höfum það sem markmið að njóta samverunnar á fjöllum, fræðast og  tengjast landinu. Farið verður mjög rólega svo allir  njóti ferðarinnar.
 
Ef nemendur af einhverjum ástæðum treysta sér ekki í ferðina þurfa þeir að ræða það við umsjónarkennara sinn og þá verður þeim séð fyrir verkefnum undir stjórn kennara í skólanum. Umsjónarkennarar skrá í ferðina mánudaginn 10. september.
 
Þeir sem ganga Tunguheiði fá viðurkenningarskjal í skólanum síðar.
 
Ferðakostnaður er kr. 500 sem greiðist umsjónarkennara áður en lagt er af stað. Til að spara ferðakostnað óskum við eftir því að forráðamenn aki nemendum út í Syðritungu kl. 8:15 á þriðjudagsmorgun en rúta sækir okkur í Fjöll. Þeir sem ekki hafa tök á því að aka börnum sínum, eða koma þeim með öðrum, hafi samband við umsjónarkennar og sjáum við þá nemendum fyrir fari.
 
Foreldrar, afar og ömmur eru velkomin með og þurfa að tilkynna þátttöku til umsjónarkennara, Sigrúnar(sigrun@borgarholsskoli.is) og Ödu (ada@borgarholsskoli.is), á mánudag.
 
Mætum út í Syðritungu vel útbúin kl. 8:15  á þriðjudagsmorguninn.
 
Skólastjóri