Endurgreiðslustyrkir hins opinbera vegna tannlækninga hafa dregist saman undanfarin ár...
Endurgreiðslustyrkir hins opinbera vegna tannlækninga hafa dregist saman undanfarin ár. Þrátt fyrir það hyggjast tannlæknar á Húsavík halda áfram þeim skólatannlækningum sem hér hafa tíðkast. Þær hafa verið með því sniði að nemendur eru kallaðir úr skóla í skoðun og greiningu, skráningu, röntgenmyndatöku, flúorlökkun og skorufyllur . Sé frekari meðferðar þörf, er haft samband við foreldra eða gefinn tími utan skólatíma. Mikilvægt er, að þeir foreldrar /forráðamenn sem EKKI vilja nýta sér innköllunarkerfi tannlæknastofunnar á Húsavík láti vita á tannlæknastofunni í síma 464-0990.
Athugið, að foreldrar/forráðamenn greiða mismuninn á styrk TR vegna tannlæknakostnaðar og raunkostnaði samkvæmt gjaldskrá tannlækna. Nemendur 1. og 2. bekkjar eru ekki kallaðir inn úr skóla samkvæmt ofanskráðu sem og nemendur 10. bekkjar. Tannlæknastofan mun kalla þesa nemendur inn eða foreldrar hafa samband við tannlækanstofuna. Allir sem koma úr skóla á tannlæknastofuna fá í hendur yfirlitsblað með helstu niðurstöðum skoðunar.
Vakni einhverjar spurningar vegna þessa þá er velkomið að hafa samband við starfsfólk Tannlæknastofunnar
Starfsfólk Tannlæknastofunnar Húsavík