Eins og áður hefur komið fram er stór hópur starfsmanna skólans í Kaupmannahöfn...
Eins og áður hefur komið fram er stór hópur starfsmanna skólans í Kaupmannahöfn. Á föstudaginn var farið í
Sankt Annæ Gymnasium. Þessi skóli leggur mikla áherslu á tónlist og þá sérstaklega á kórsöng. Farið var í
kórsöngstíma, hlustað á fróðleik um skólann og gengið um skólann með leiðsögn. Um kvöldið fóru flestir í
Tívólí og skemmtu sér vel.
Á laugardeginum fór stór hópur í rútuferð með Guðlaugi Arasyni. Þeir sem ekki fóru í þá ferð
gengu um borgina eða versluðu eitthvað. Um kl. 17 var lagt af stað frá hótelinu og gengið niður að Nýhöfn og siglt þaðan út
í eyjuna Flakfortet. Siglingin gekk vel í fallegu verðri. Þegar út í eyju var komið var boðið upp á leiðsögn um hana og þegar
komið var til baka var borðað. Silgt var til baka um 22 og fóru flestir upp á hótel að hvíla sig. Sunnudagurinn var frjáls dagur og var notaður
til að skoða borgina. Hluti af hópnum er að fara heim mánudaginn 11. júní og restin kemur svo heim miðvikudaginn 13 júní.