Dagskráin “Ég hef taktinn” í flutningi Djasskvartetts Reykjavíkur Sigurður Flosason, saxófónn Eyþór Gunnarsson, píanó Tómas R...
Dagskráin “Ég hef taktinn” í flutningi Djasskvartetts Reykjavíkur
Sigurður Flosason, saxófónn
Eyþór Gunnarsson, píanó
Tómas R. Einarsson, kontrabassi
Gunnlaugur Briem, trommur
Meðlimir Djasskvartetts Reykjavíkur komu í heimsókn í Borgarhólsskóla þriðjudaginn
13.nóvember og spiluðu fyrir nemendur á þrennum tónleikum. Fyrir unglinga kl. 8:15, miðstig kl. 9:35 og yngsta stig kl. 10:55
Á tónleikum sínum léku þeir félagar fjölbreytta efnisskrá djass-“standarda” eftir erlenda
höfunda ásamt íslenskum og erlendum alþýðulögum. Má þar t.d. nefna I Got Rhythm eftir Gershwin, Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi
Sveinsson og norsk/íslenska þjóðlagið Siggi var úti.
Kvartettinn lagði með dagskrá sinni áherslu á að djassinn er skemmtileg, fjölbreytt og aðgengileg tónlist og
að færa megi hvaða tónlist sem er í djassbúning.
Nemendur nutu þessara frábæru tónleika og þessir snillingar náðu svo sannarlega til þeirra með leikrænum
tilburðum og alls konar gamni og fróðleik, samhliða hljóðfæraleik eins og hann gerist bestur.
13. nóvember kl. 20:30 verða þeir félagar svo með tónleika í Safnahúsinu á
Húsavík.
HV