Tunguheiði

Föstudaginn 15...
Föstudaginn 15. september efnir skólinn til gönguferðar yfir Tunguheiði.   Nemendur í  8. bekk hafa gengið þennan fjallveg á hverju hausti. Í fyrra varð að fresta gönguferðinni vegna veðurs og því verður 9. bekkur með í för að þessu sinni. Tunguheiði er fjallvegur sem mikið var farinn áður fyrr og er  milli Tjörness og Kelduhverfis. Gengið er frá Syðri–Tungu á Tjörnesi og komið niður í Fjöll í Kelduhverfi.  Þetta er falleg leið og við höfum það sem markmið að njóta samverunnar á fjöllum og skynja fegurðina. Farið verður  rólega yfir svo allir njóti ferðarinnar. Mæting er við skólann kl. 8:15 á föstudeginum.