Nú má með sanni segja að það sé hefð í Borgarhólsskóla að áttundi bekkur gangi Tunguheiði að hausti, frá Syðri-Tungu að Fjöllum í Kelduhverfi...
Nú má með sanni segja að það sé hefð í Borgarhólsskóla að áttundi bekkur gangi
Tunguheiði að hausti, frá Syðri-Tungu að Fjöllum í Kelduhverfi. Það var árgangur 1990 sem reið á vaðið og gekk heiðina
haustið 2003. Þá var gengið 30. september. Haustið 2005 var heiðin svo blaut að hún var vart talin göngufær. Féll því gangan
niður það haustið. Haustið 2006 gengu því bæði áttundi og níundi bekkur. Þessar gönguferðir hafa undantekningarlaust
gengið mjög vel og verið nemendum til sóma. Oftast hafa nokkrir foreldrar slegist í hópinn, en þeir mættu að skaðlausu gera meira af
því. Í haust var gengið miðvikudaginn 27. ágúst í góðu veðri. Lagt var upp frá Syðri-Tungu kl. 8:30 og komið að
Fjöllum um tvöleytið. Þessi ferðatími virðist hæfilegur fyrir svona hóp vilji hann njóta göngunnar.
Nemendahópurinn sem gekk í ár var einstaklega meðfærilegur og virtust flestir njóta göngunnar.
Myndir frá göngunni má sjá hér.
GF