Þriðjudaginn 2...
Þriðjudaginn 2. október 2007 gengu nemendur í 8. bekk Tunguheiði. Með í för voru Halldór Valdimarsson
skólastjóri og kennararnir Guðm. H. Friðgeirsson, Harpa G. Aðalbjörnsdóttir og Halla Rún Tryggvadóttir. Fimm nemendur úr 10. bekk sem komust
ekki í gönguna í fyrra gengu núna. Myndir úr ferðinni má skoða hér.
Sú nýlunda var núna að foreldrar óku nemendum og kennurum að Syðritungu þar sem gangan hófst að
venju.
Lagt var á heiðina vel fyrir dagmál. Gengin var hefðbundin leið með stuttum stoppum. Tvisvar var áð til að
nærast, við Skeifá og neðan Gerðibrekku.Við ána tóku drengir upp fótbolta og fóru að æfa knattleik. Telja má víst
að það hafi verið fyrsta fótboltaæfing á Tunguheiði og sennilega í fyrsta skipti sem fótbolti er borinn þessa leið. Veður var
gott alla leið, rétt smá dropar þegar gengið var undir Tungunúpnum. Gangan gekk vel þrátt fyrir nokkur hælsæri og önnur eymsli
í fótum náði hópurinn að Fjöllum um tvöleytið. Rúta frá Rúnari var þá þar komin og var hópurinn kominn
til Húsavíkur fyrir nón.
Á heimleiðinni efndi Halldór skólastjóri til spuningakeppni þar sem spurt var um helstu örnefni á
leiðinni ( Tungunúp, Skarðsbrekku, Biskupsás, Sauðafell og Gerðibrekku).
G.Fr.