Umferðargetraun

Á undanförnum áratugum hefur Umferðarráð í samvinnu við grunnskóla og lögreglu staðið fyrir umferðargetraun í desember...
Á undanförnum áratugum hefur Umferðarráð í samvinnu við grunnskóla og lögreglu staðið fyrir umferðargetraun í desember. Barnaskóli Húsavíkur síðar Borgarhólsskóli hafa ætíð tekið þátt í getrauninni og dregið hefur verið úr réttum lausnum hjá Sýslumanni Þingeyinga í desember.
Umferðarráð hætti þátttöku í umferðargetrauninni  fyrir skömmu og því stendur  skólinn, lögreglan á Húsavík og Landsbankinn fyrir umferðargetraun að þessu sinni og var hún sniðin að húsvískum aðstæðum og samin af kennurum Borgarhólsskóla.  Dregið var eitt nafn réttra lausna úr hverri bekkjardeild 1.-7. bekkjar hjá hjá Sýslumanni Þingeyinga 16. desember s.l.. 
Lengst af hefur f.v. sýslumaður Halldór Kristinsson annast útdráttinn og Guðrún Mánadóttir  og skólastjóri verið til aðstoðar. Að þessu sinni sá settur sýslumaður Svavar Pálsson um útdráttinn  með aðstoð skólastjóra og Guðrúnar Mánadóttur.
Lögreglan heimsótti þá heppnu á aðfangadag og afhenti að venju verðlaun  sem Landsbanki Íslands gefur.
Nöfn vinningshafa:
Sylvía Lind Henrýsdóttir
1.-16.st
Thelma Dís Heimisdóttir
1.-17.st
Elsa Dögg Stefánsdóttir
2.-26.st
Elmar A. Friðriksson
2.-27.st
Brikir Arge
3.-24.st
Gunnar Mar Heiðarsson
3.-25.st
Björn Elí Víðisson
4.-22.st
Davíð Atli Gunnarsson
4.-23.st
Rakel Rán Ákadóttir
5.-13.st
Sólrún Fríða Friðriksdóttir
5.-14.st
Eva Matthildur Benediktsdóttir
6.-4.st
Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir
6.-3.st
Þorvaldur Daði Fannarsson
7.-5.st
Hlynur Snær Viðarsson
7.-6.st
Gætið varúðar í umferðinni.
HV