Umferðin

Fyrir skömmu var tveim hraðahindrunum komið fyrir á Miðgarði sem greinilega hafa sannað gildi sitt...
Fyrir skömmu var tveim hraðahindrunum komið fyrir á Miðgarði sem greinilega hafa sannað gildi sitt. Nú þurfa bílstjórar að hægja á sér þegar þeir koma að gangbrautunum og vonandi minnkar slysahættan við það. Í hádeginu  fara 250 nemendur yfir Miðgarðinn á leið í skólamötuneytið svo sérstakrar aðgæslu er þörf.
Gönguleið  er líka yfir Ásgarðsveg og hafa starfsmenn skólans og foreldrar lengi haft áhyggjur af hröðum akstri um Ásgarðsveginn og óskað eftir því við yfirvöld að gerðar verði sértækari ráðstafanir við gangbrautina þar. Vonandi verður það gert fljótlega.
 
Að undanförnu hefur lögreglan haft mikið eftirlit með umferð um Miðgarð og Ásgarðsveg og reyndar á flestum gönguleiðum skólabarna. Þetta hefur haft góð áhrif og á lögreglan þakkir skyldar.
 
Foreldrar eru beðnir að ræða umferðaröryggismálin við börn sín og sjá til þess að endurskin sé í fötum nú yfir dimmasta tímann.
 
Rétt er að árétta að foreldrar aki ekki með nemendur nema í neyð um Skólagarðinn því um hann er fjölfarin gönguleið og þar eru bílastæði íbúa og starfsmanna skólans. Ef aka þarf hreyfihömluðum er hægt að komast að gamla anddyri að vestanverðu. Bílastæði og bílaumferð á skólatíma er annars norðan skólans.
 
 
HV

Athugasemdir