- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í vikunni fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. Nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Tíu nemendur sjöunda bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem hafa staðið fyrir keppninni á landsvísu en umsjón með verkefninu var í höndum skólaskrifstofa í hverju héraði. Verkefnið er nú orðið sjálfbært og í höndum hvers skólasvæðis.
Markmið með upplestrarkeppni er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni.
Á hátíðinni voru lesarar þau, Bergjón Paul Jenke, Bryndís Vala Þorkelsdóttir, Daníel Snær Lund, Heimir Örn Karólínuson, Hildur Arna Ágústsdóttir, Jón Helgi Jónsson, Karen Linda Sigmarsdóttir, Kristján Gunnar Jóhannsson, Lena Björk Sigursveinsdóttir og Sveinn Jörundur Björnsson.
Fulltrúar skólans í lokakeppninni verða þau Bryndís Vala, Daníel Snær, Karen Linda og Sveinn Jörundur. Lokakeppnin fer fram á Þórshöfn seinnihluta aprílmánaðar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |