Unglingarnir út um allan bæ

Rauði hópurinn fann gömlu fangaklefana
Rauði hópurinn fann gömlu fangaklefana
Síðustu kennsludagana er mikilvægt að brjóta upp hefðbundna kennslu. Veðrið leikur við okkur, sólin skín og hitinn býður upp á stuttbuxur og stuttermabol, jafnvel sólarvörn.

Síðustu kennsludagana er mikilvægt að brjóta upp hefðbundna kennslu. Veðrið leikur við okkur, sólin skín og hitinn býður upp á stuttbuxur og stuttermabol, jafnvel sólarvörn.

Nemendur áttunda og níunda bekkjar vappa nú um allan bæinn í leit að vísbendingum, svörum og QR-kóðum. Strax í morgun var krökkunum skipt í hópa, þeim gefin fyrirmæli sem leiddi þá áfram um bæinn. Krakkarnir þurfa að nota símana síma bæði til að leita að svörum og fá næstu vísbendingu.

Hóparnir þurftu að finna byggingu í miðbænum sem hýsir fjóra fangaklefa í kjallaranum, baka brauð við eld og spjalla við ferðafólk á hafnarsvæðinu. Auk þess að svara hinum og þessum spurningum og leysa ýmsar þrautir.


Athugasemdir