Ungmennin skara fram úr

Einar Örn efstur á palli og Inga Björg klárí boltann.
Einar Örn efstur á palli og Inga Björg klárí boltann.

Það er mikilvægt að fagna þegar vel er gert, bæði fyrir einstaklinga og samfélag. Það stuðlar að jákvæðri þróun og vexti á mörgum sviðum. Nýlega fór fram Íslandsmótið í Crossfit í Reykjavík þar sem Húsvíkingar áttu fulltrúa. Ísland tók þátt í NEVZA mótinu sem er haldið í Ikast í Danmörku. Þar etja Norðurlandaþjóðirnar og England kappi í blaki.

Einar Örn Elíasson nemandi í tíunda bekk keppti í krossfit í flokki fjórtán og fimmtán ára, endaði efstur á blaði og því Íslandsmeistari í þeim flokki. Inga Björg Brynjúlfsdóttir nemandi í níunda bekk tók þátt í U-17 landsliði Íslands í blaki sem keppti á NEVZA. En liðið landaði bronsinu. Á næstunni keppir Inga Björg með U-19 landsliðinu blaki í Færeyjum.

Við óskum þessu unga afreksfólki til hamingju og velfarnaðar. Við erum stolt af ykkur.