- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Sólin hækkar á lofti, hitastigið hækkar og snjórinn að hopa. Við gripum góða veðrið í vikunni til að brjóta upp kennsluna og hafa útivistardaga. Nemendum bauðst að fara á skíði, í sund og göngutúra. Yngri nemendur skólans fóru m.a. í fjöruferð og komu sumir votir til baka í skólann. Nemendur fengu ágætis færi í Reyðarárhnjúknum en þangað var þeim skutlað og þeir sóttir. Björgunarsveitin Garðar mætti á svæðið til að gleðja og það gekk eftir. Snjóbíllinn Snjólfur fór með nemendur upp á topp hnjúksins til að renna sér niður. Við þökkum þeim kærlega fyrir að mæta með okkur.
Myndir frá deginum má sjá HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |