- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Sólin skein skært, íslenski fáninn við hún og bros á hverjum manni enda mikil tilhlökkun núna þegar skólastarf er hafið með hefðbundnum hætti. Nemendur, foreldrar og starfsfólk kom saman á stuttri athöfn við upphaf skólaársins. Framundan eru ný ævintýri.
Að lokinni athöfn hittu nemendur umsjónakennara sína, fengu stundatöflu og önnur nauðsynleg gögn fyrir skólaárið. Nemendur fyrsta bekkjar voru sérstaklega boðnir velkomnir til starfa sem og nýjir nemendur.
Nemendum hefur fjölgað frá fyrra ári og eru skráðir 297 við upphaf skólaársins.
Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri sagði starfsfólk skólans hlakka til vinnunnar með foreldrum að velferð barnanna og áframhaldandi þróun skólastarfs. Hún vænti þess að áfram sýni foreldrar skólanum áhuga, jákvæðni og stuðning.
Jafnframt kom fram í máli Þórgunnar að allir eigi að geta átt öruggt athvarf í skólanum. Hún óskaði eftir því við foreldra að ræða einelti, stríðni og slíka hluti opinskátt nú í skólabyrjun við börn sín og mikilvægi vináttunnar, kærleikans og þess að koma fram við alla af virðingu. Það á enginn að líða sálarkvalir í skólanum sínum.
Nokkrar breytingar eru í starfsliði skólans en áður hefur verið greint frá þeim sem hafa látið af störfum. Nýtt starfsfólk er; Dagbjört Erla Gunnarsdóttir, Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir, Lilja Friðriksdóttir kennarar, Linda Arnardóttir, skólaliði, Sigrún Hildur Erlingsdóttir í mötuneyti, Sólveig Guðmundsdóttir, skólaliði og Sveinn Hreinsson, húsvörður.
Að lokum gerði skólastjóri lestur og skólasókn að umtalsefni. Annarsvegar hvatti hún foreldra til að halda börnunum að lestri og hinsvegar að halda fjarveru nemenda í lágmarki. Skólatíminn á að ganga fyrir, námið er vinna nemenda, afrakstur námsins eru þeirra laun og það fer fram nám og kennsla fimm daga vikunnar í skólanum.
Þessi nemandi sýndi ræðu skólastjóra sérstaka athygli
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |