Undanfarið hafa nemendur í 7...
Undanfarið hafa nemendur í 7. bekk verið að æfa upplestur fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Nemendur kepptu innbyrðis í bekkjunum og komust 5 nemendur
áfram í hvorum bekk. Þessir 10 krakkar kepptu í sal skólans fimmtudaginn 1. mars um það hvaða 4 nemendur kæmust áfram á
lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin á Safnahúsinu í lok mars.
Dómnefndin hafði orð á því að keppnin hefði verið óvenju jöfn að þessu sinni og að erfitt hefði verið að gera
upp á milli nemenda sem stóðu sig allir mjög vel.
Þeir sem sigruðu voru Heiðdís, Helga Björk, Salómon Gunnar og Sindri. Það verður án efa gaman að fylgjast með því
hvernig þeim vegnar á lokahátíðinni.