- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Lokakeppni Minecraft hönnunarmótsins fór fram fyrir skömmu. Nokkrir drengir í níunda bekk höfðu frumkvæði að því að halda keppnina sem hófst á síðasta ári og voru rúmlega fjörutíu nemendur sem öttu kappi í upphafi. Sex nemendur komust í úrslit, þau Elísabet Ingvarsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti, Herdís Mist Kristinsdóttir sem sigraði mótið, Hjördís Inga Garðarsdóttir, Hörður Mar Jónsson, Jakob Fróði Karlsson sem hafnaði í öðru sæti og Sigmundur Þorgrímsson.
Keppnin fór fram í Sal skólans þar sem áhorfendur gátu fylgst með framvindu hjá hverjum keppanda og fylgst með heildarmyndinni hjá öllum sex keppendunum. Skipuleggjendur keppninnar voru þeir Guðjón Dagur Daníelsson, Haukur Atli Jóhannesson, Helgi Jóel Jónasson, Helgi Vatnar Hreiðarsson, Marteinn Aldar Sverrisson og Snorri Philips Björnsson. Þeir höfðu veg og vanda að skipulagi í samstarfi við skólann.
Verðlaunin voru vegleg og þökkum við styrktaraðilum fyrir sitt framlag til mótsins sem gáfu gjafabréf í Elko. Það voru Pcc BakkiSilicon, Curio, Hlað, GPG Seafood og Lemon.
Þau skipuðu dómnefndina; Ásdís Kristrún Melsteð frá Hlað ehf., Jónatan Magni Ágústsson frá PCC BakkiSilicon og Steingrímur Hallsson frá Curio ehf. Þau Arnþór Þórsteinsson, kennari í minecraft við skólann og Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri í leyfi, sátu sömuleiðis í dómnefndinni.
Við erum ákaflega stolt af þessum viðburði og þökkum drengjunum í níunda bekk kærlega fyrir sitt frumkvæðið.
Tæknistjórnin á bak við tjöldin.
Jakob Fróði, Herdís Mist, Hjördís Inga, Elísabet, Hörður Mar og Sigmundur komust í sex liða úrslit.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |