Á síðustu tveimur vikum hafa nemendur Borgarhólsskóla fengið að kynnast nýjung í útikennslu...
Á síðustu tveimur vikum hafa nemendur Borgarhólsskóla
fengið að kynnast nýjung í útikennslu. Nemendur lærðu að útbúa eldstæði, kveikja eld og elda alls kyns góðgæti yfir
honum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum nutu þeir
sín vel í góða veðrinu og ekki þótti maturinn slæmur.
Það er margt sem nemendur læra þegar farið er út fyrir
veggi skólans og ekki síst þegar unnið er með opinn eld og bitverkfæri eins og tálguhnífa og sagir. Þeir þurfa að taka tillit til
hvers annars, nota líkamann við vinnu en einnig að bíða og læra af öðrum. Náttúran leikur stóran þátt í svona
útikennslu, t.d. er betra að huga að vindátt þegar kveikt er upp, m.a. til að ákveða hvoru megin maður situr við eldinn svo reykurinn fari ekki
beint í augun. Nemendur velta fyrir sér áhrifum hitans, hvar er hitinn mestur, hvernig berst hann og hversu hættulegur er hann. Einnig hversu tilvalinn eldurinn er til
að hita eða grilla mat og drepa það sem hugsanlega berst í matinn ef hann t.d. dettur í jörðina. Ekki má gleyma félagslega þættinum,
samverunni og gleðinni sem svona stund gefur.
SÞ