Útivistardagur

Útivistardagur skólans var haldinn 27...

Útivistardagur skólans var haldinn 27. ágúst í fínu veðri. Öllum bekkjum skólans voru sett fyrir ákveðin verkefni og var farið gangandi á alla áfangastaði. Þeir voru Saltvík, Botnsvatn, Skálatjörn, Tunguheiði, golfvöllur og sundlaug. Farið var í leiki á leiðinni og gáð eftir berjum líka og er óhætt að segja að sumir hóparnir hafi verið mjög duglegir og fylltu mörg ílát.
Allir voru með nesti með sér sem borðað var í hádeginu og gekk það vel.
Þegar upp er staðið er óhætt að segja að vel hafi tekist til og fóru allir kátir og glaðir heim að lokum.