Útivistardagur í Borgarhólsskóla

Áætlað er að hafa útivist miðvikudaginn 26...
Áætlað er að hafa útivist miðvikudaginn 26. ágúst ef veður leyfir. Endanleg ákvörðun verður tekin þriðjudaginn 25. ágúst. Ætlum að sækja kraft í landið, efla félagsskapinn og reyna á okkur  í skólabyrjun og fá að upplifa og fræðast um stórbrotið og fallegt svæði sem við erum svo heppin að eiga sem heimabyggð.  
Bekkir fara saman í ákveðin verkefni.
 
Unglingastig  fer frá skólanum kl.8.15 nema 8. bekkur kl. 8:00.
8. bekkur gengur Tunguheiði, foreldrar þurfa að aka nemendum í Syðritungu     fyrir kl. 8:00.
9.   bekkur gengur frá Hólmatungum í Hljóðakletta.
10. bekkur gengur frá Hljóðaklettum í Ásbyrgi.
 
Allt eru þetta alvöru gönguferðir um stórbrotið land í grenndinni, 4- 5 klukkutíma ganga,  og fá nemendur nánari ferðalýsingu og upplýsingar um nauðsynlegan búnað hjá umsjónarkennurum sínum. Skólinn niðurgreiðir rútuferðirnar en samt sem áður þurfa nemendur að greiða kr. 1000  svo hægt sé að ná endum saman. Vinir og vandamenn nemenda eru velkomnir með á eigin bílum eða í laus pláss í rútunum og þarf að skrá sig hjá umsjónarkennurum  fyrir hádegi þriðjudaginn 25. ágúst.
Þeir nemendur unglingadeilda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki tök á að fara ferðirnar verður séð fyrir vinnu í skólanum eða gönguferð með yngri nemendum. Hugsanlega ganga unglingar úr Lundarskóla í Öxarfirði með okkur einhverjar leiðir.
Yngsta- og miðstig mæta fyrsta tímann samkvæmt stundaskrá og borða  nesti í skólanum áður en farið er út.
 
1.  bekkur fer í sundlaug og skógrækt
2. og 5. bekkur fara að Skálatjörn
3. og 7. bekkur fara upp að Botnsvatni
4. og 6. bekkur fara á golfvöll
Þennan dag lýkur skóladegi 1.-7. bekkjar kl. 13:30
 
Allar þessar leiðir eru farnar gangandi frá skólanum og til baka. Velja þarf skó sem gott er að ganga á. Umsjónarkennarar fara með sínum bekkjum auk annars starfsfólks.
Nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri og með nesti bæði fyrir morgun og hádegi. Berjadall er gott að hafa með því að það verður gefinn tími til að tína ber.
HV