- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Íslendingasögurnar eru ásamt konungasögum, þekktustu miðaldabókmenntir Íslendinga. Þær eru um fjörutíu talsins og mynda saman einn af sex flokkum fornsagna. Fyrstu Íslendingasögurnar voru að öllum líkindum ritaðar öðru hvoru megin við aldamótin 1200, en þær síðustu við lok sagnritunarskeiðsins undir 1350. Flestar voru þær þó líklega skrifaðar á 13. öld. Íslendingasögurnar eru veraldlegar sögur. Þær fjalla um Íslendinga á tímabilinu frá landnámsöld til fyrri hluta 11. aldar og gerast að mestu á Íslandi. Það má skipta hetjum Íslendingasagnanna gróflega í tvo flokka. Ljósar hetjur og dökkar hetjur. Þó eru sumar persónur flóknari en svo að þær geti fallið í annan hvorn þessara flokka.
Ein þekktasta sagan er líklega Gísla saga Súrsonar. Ágúst Guðmundsson gerði kvikmyndina Útlagann eftir sögunni árið 1981. Sagan segir frá ósættum og mannvígum frá sjónarmiði hins forna siðar frændseminnar að virðing ættarinnar krefjist hefnda ef vegin eru ættmenni. Það hefur verið talið líklegt að atburðir sögunnar, að því leyti sem þeir eru sannsögulegir, hafi gerst á árunum 940 til 980.
Unglingarnir lásu nýlega saman Gíslasöguna, horfðu á Útlagann og rýndu í bæði söguna og myndina. Nemendur unnu spil, myndasögur, teikningar, hverskonar listaverk, þrívíddarmyndir o.fl. Einnig var sagan endursögð á samfélagsmiðlum. Virkilega skemmtilegt verkefni.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |