Útskrift nemenda í 10. bekk

Nemendur 10. bekkjar í stiganum fræga
Nemendur 10. bekkjar í stiganum fræga
Nemendur 10. bekkjar skólans mættu á útskrift sem fram fór í dag. Alls útskrifast 27 nemendur frá skólanum sem er svipaður fjöldi og undanfarið.

Nemendur 10. bekkjar skólans mættu á útskrift sem fram fór í dag. Alls útskrifast 27 nemendur frá skólanum sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár.

 

Nemendur mættu í sínu fínasta pússi enda þeirra síðasti skóladagur á tíu ára skólagöngu. Nemendur tóku við vitnisburðarskírteinum sínum og fengu rós að gjöf frá skólanum. Skólastjóri flutti ræðu með vísan í hópinn og umsjónakennari flutti hvatningarræðu til nemenda sem halda hver sína leið í átt að auknum þroska.
Harpa Ólafsdóttir flutti lag við undirleik Hólmfríðar Ben. og Davíð Atli Gunnarsson hlaut viðurkenningu við góðan námsárangur í dönsku frá danska sendiráðinu.
Að lokinni útskrift var boðið upp á veitingar og myndasýningu, annarsvegar frá skólaferðalagi bekkjarins og hinsvegar gamlar myndir úr skólastarfinu.
Starfsfólk Borgarhólsskóla þakkar nemendum 10. bekkjar samfylgdina liðin ár og óskar þeim velfarnaðar.