- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hver og einn heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Kolbrún Ada, skólastjóri kvaddi nemendur og sagði m.a. að hver væri sinnar gæfusmiður og að framtíðin væri nemendanna sjálfra. Hún sagði m.a. að það felst heilmikið nám í því að setja upp leiksýningar, taka þátt í fjáröflunum, skipuleggja viðburði, koma fram, stýra tæknimálum. Sömuleiðis að nemendur hafi þurft að takast á við allskyns breytingar á sinni skólagöngu og náð að aðlaga sig að breyttum tímum.
Kolbrún Ada beindi orðum sínum að nemendum sérstaklega þegar hún sagði; „Látið ykkur dreyma, ekki láta úrtölur annarra aftra ykkur í að ná þangað sem þið viljið. Vinnið að því sem þið trúið á og verið þið sjálf. Nú á tímum flokkunar og ímyndarmaníu er oft erfitt að standast kröfur instagram, tiktok, snapchat og þess háttar. Munið að á allri glansmyndinni sem sýnd er á samfélagsmiðlum er líka bakhlið.” Hún hvatti nemendur til að rækta sjálfa sig og vera góðar manneskjur.
Nemendur fluttu ræðu og þakkarorð til starfsfólks skólans með hvers konar endurminningum. Að lokinni athöfn var boðið upp á hressingu og jafnframt tekin mynd í stiganum venju samkvæmt.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |