8...
8. bekkingar blótuðu þorra föstudaginn 5. febrúar. Eins og venja er í 8. bekk
hefur hópurinn hitt Halldór skólastjóra reglulega frá því um annaskil og æft söng og dans. Þorrablótið sjálft er svo
eins konar próf eftir þessa kennslu. Allir stóðust prófið með glans. Og gaman var að fylgjast með þegar nemendur kenndu foreldrum sínum
sporin. Allt gekk þetta mjög vel, bæði undirbúningur og blótið sjálft. Bekkurinn var í heild bæði jákvæður og
áhugasamur. Þetta þorrablót var sannarlega rós í hnappagat áttundu bekkinga.
Brynhildur og Halla Rún