Verkstæðisdagur

Að venju var svo kallaður Verkstæðisdagur haldinn í skólanum á aðventu...
Að venju var svo kallaður Verkstæðisdagur haldinn í skólanum á aðventu. Að þessu sinni föstudaginn 4. desember. Starfsmenn og nemendur stóðu fyrir 22 jólaverkstæðum í stofum og buðu upp á fjölbreytt viðfangsefni. Hugmyndaauðgi var efst á blaði og kostnaður við hráefni lítill enda búið að safna birgðum af ýmiss konar afgöngum og  náttúruefnum  t.d. steinum, skógviði o.fl.. Í textílstofu var haldin sýning á munum nemenda og í eldhúsi  var piparkökujólaþorp 8. bekkjar til sýnis. 10. bekkur bauð upp á jólakaffihús í salnum. Nemendur Tónlistarskólans fluttu jólalög víða um skólann að venju.
Þessi dagur er einn af stóru dögunum okkar í skólanum og skipar sérstakan sess  hjá okkur og í bæjarlífinu enda haldinn með svipuðu sniði frá 1987. Allir bæjarbúar og aðrir gestir eru velkomnir  og kynslóðirnar  vinna að gerð eigulegra hluta saman þennan dag. Fjöldi gesta kom í skólann og andrúmsloftið afslappað og gleði ríkjandi.
HV