Verkstæðisdagur

Það er hátíðleg stund í skólanum þegar starfsfólk kemur jólamyndunum á sinn stað og það gerum við í dag. En það er siður hér að koma þeim fyrir áður en verkstæðisdagur rennur upp. Tíminn flýgur áfram og senn er komið að hinum vinsæla Verkstæðisdegi Borgarhólsskóla.Verkstæðisdagurinn er föstudaginn 6. desember. Þá eru ólík jólaverkstæði í hverri stofu og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Gert er ráð fyrir að börnin verði í umsjón og fylgd foreldra/forráðamanna. Ef einhver hefur ekki tök á að fylgja sínu barni þennan dag þarf að láta umsjónarkennara vita. Það verður hægt að kaupa veitingar í salnum en þar eru 10. bekkingar með kaffihús. Gott er að hafa meðferðis pennaveski, lím, skæri og jafnvel eitthvað til að geyma föndrið í s.s poka. Frístundaheimilið Tún opnar kl. 12.00 þennan dag svo þau sem fara í Tún þurfa að vera vel nestuð. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur notalegan verkstæðisdag.

Athugasemdir