Verkstæðisdagur að vanda

Að föndra, líma og lita eru ómissandi hluti af jólaundirbúningnum...
Að föndra, líma og lita eru ómissandi hluti af jólaundirbúningnum.  Ár hvert hefur verið haldinn sérstakur dagur hér í Borgarhólsskóla tileinkaður þessum undurbúningi.  Nemendur mæta í skólann sinn með foreldrum sínum, afa og ömmu, systkinum og frænda eða frænku og föndra saman á þar til gerðum verkstæðum. Í flest öllum stofum skólans eru sérstök verkstæði með ýmiskonar verkefnum, jólasveinum, snjókörlum, englum, jólatrjám o.fl. Allir föndra saman og skapa muni og skraut sem búa til frábærar minningar.
   Það var mikið um dýrðir í skólanum okkar þegar fjölskyldur voru saman konar til að föndra, líma og lita á verkstæðisdaginn. Nemendur fluttu tónlist fyrir gesti, nemendur 10. bekkjar höfðu opið kaffihús í fjáröflunarskyni og að þessu sinni var sett upp sýning á piparkökuhúsum sem nemendur á unglingastigi höfðu verið að vinna að.  Það er gaman að segja frá því að 20 ár eru liðin frá því þessi dagur var haldinn fyrst. Hafið kæra þökk fyrir frábæran dag og að viðhalda skemmtilegri og eftirminnilegri hefð.
 

 

HBH