- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þennan dag, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er jafnframt öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Skrautkrukka, englar, jólapokar, jólatré og svo margt fleira sem fólk gat föndrað. Allt þetta og miklu fleira einkennir Verkstæðisdag Borgarhólsskóla. Kennslustofum er breytt í verkstæði þar sem nemendum er boðið að föndra jólaskraut eða gjafir ásamt fjölskyldum og vinum.
Nemendur 10. bekkjar opna kaffihús í sal skólans og selja heimatilbúna mæru. Gestir gátu gætt sér á skinkuhornum, vöfflum með rjóma, skúffuköku og fengið rjúkandi heitt og gott súkkulaði.
Borgarhólsskóli var fullur af brosandi fólki í dag sem flakkaði á milli verkstæða og reglulega ánægjulegt að sjá fjölskyldur föndra saman hvers konar muni.
Þetta er svo skemmtilegur dagur og ég er í fullu starfi sem faglegur ráðgjafa, sagði einn faðir sem horfði stoltur á dóttur sín föndra fallegan hlut. Það var líka skemmtilegt að sjá nemendur Framhaldsskólans á Húsavík vappa um skólann, líma, lita og klippa og rifja upp gamla takta.
Nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur koma fram og spila jólalögin fyrir gesti, fylla foreldra stolti og draga fram létt og fallegt bros á hverjum sem heyra vill.
Markmiðið með deginum er að efla sköpunarhæfni og gleði og styrkja um leið tengsl heimilis og skóla.
Myndir frá deginum má sjá HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |