Frá örófi alda hefur ríkt sú skemmtilega hefð í Borgarhólsskóla að hafa verkstæðisdag fyrir jólin...
Frá örófi alda hefur ríkt sú skemmtilega hefð í Borgarhólsskóla að
hafa verkstæðisdag fyrir jólin. Í ár verður engin breyting þar á og dagurinn verður hátíðlegur að vanda. Tíundi bekkur
mun halda opnu kaffihúsi í salnum þar sem hægt verður að kaupa kakó/kaffi og með því. Tónlistaratriði verða í
höndum nemenda og kennara tónlistarskólans. Verkstæðisdagurinn hefst kl. 8.15 og er til 12.00. Það er ekki hefðbundin kennsla þennan dag.
Um mismunandi föndurverkefni er að ræða í hverri kennslustofu. Við leitumst við að vera
umhverfisvæn og hugmyndarík svo efniviðurinn í okkar föndri er að mestu endurnýtanlegur s.s. mjólkurfernur, glerkrukkur, dagblöð,
morgunkornspakkar, könglar, greinar, textílefni og fl.
Nemendur þurfa að hafa með sér skæri, liti, lím og poka undir föndurgripina. Við gerum
ráð fyrir að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum og fylgi þeim eftir þennan dag líkt og verið hefur. Þeir foreldrar sem ekki
sjá sér fært að koma eða vera með barninu þurfa að láta umsjónarkennara vita í tæka tíð. Við tökum
glöð á móti, glerkrukkum, tölum/hnöppum, efnum, garni og öðru því sem hægt er að nota í föndur, af þeim sem eru
aflögu færir.
Hlökkum til að sjá ykkur á verkstæðisdaginn !