Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur  mánudaginn 20...
Vetrarfrí verður í Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur  mánudaginn 20. október og þriðjudaginn 21. október.
 
Þegar fréttaflutningur af fjárhagsvanda dynur á eyrum nemenda og ýmsir búa við efnahagslegt óöryggi um stundir er ástæða til að huga vel hvert að öðru og sýna mannlegar dyggðir í verki,  nú sem endranær. 
 
Við þær aðstæður sem nú ríkja hefur Félags- og tryggingamálaráðuneytið sett upp vefsvæðið http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar  með gagnlegum upplýsingum. Hægt er að nálgast slóðina á heimasíðu Norðurþings.
 
Óskum þess að nemendur og fjölskyldur þeirra eigi friðsælar og góðar stundir saman í fríinu.
 
Skólastjórar