Skólatöskudagar í 5. bekk
Það er mikið að gerast í skólanum þessa viku...
Það er mikið að gerast í skólanum þessa viku. Skólatöskudagar eru 25. til 29. september á Íslandi. Þann 25. og 26.
september 2006 verða haldnir skólatöskudagar í 5. bekk. Sigriður Birna skólahjúkrunarfræðingur og Írís Myriam Waitz
iðjuþjálfi skólans halda erindi fyrir nemendur um skólatöskur. Það sem verður rætt er þyngd taskna miðað við þyngd
barna, hvernig á að bera töskuna og hlaða. Að lokum verður hvert barn vigtað með töskunni sinni. Þeim niðurstöðum verður svo safnað
saman og unnið úr þeim.
Evrópski tungumáladagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 26. september. Þennan dag og reyndar alla vikuna vinna nemendur ýmis
verkefni um tungumálin í Evrópu
Dagur stærðfræðinnar er 27. september, þá vinna nemendur ýmislegt sem tengist stærðfræði.
Fimmtudaginn 28. september er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og
unglingum frá fíkniefnum.
Einnig er vika símenntunar