- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Árlega koma fulltrúar slökkviliðs og eldvarnareftirlits í heimsókn í þriðja bekk og fræða nemendur um eldvarnir. Krakkarnir taka þátt í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðsmanna. Í aðdraganda jóla fara fulltrúar slökkviliða í heimsóknir í skóla með fræðsluerindi er varðar málaflokkinn.
Nýlega kom slökkviliðsstjóri Norðurþings, Grímur Snær Kárason í heimsókn til að veita vinningshafa í getrauninni verðlaun. Hinn heppni var Þorkell Vilmar Jónasson sem hlaut viðurkenningarskjal og gjafabréf frá Spilavinum. Við óskum honum til hamingju.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |