Væntanlegir nemendur í vorskólanum
Dagana 15...
Dagana 15.- 16. maí var haldinn vorskóli í Borgarhólsskóla fyrir börn sem verða 6 ára á árinu. Í vorskólanum
upplifa verðandi nemendur í 1. bekk hvernig skólastarf fer fram, kennslustundir, frímínútur og nesti. Tilgangur með vorskólanum er að börn
fái örlítið að kynnast skólaumhverfinu og einnig að draga úr kvíða og spennu vegna skólabyrjunar. Gekk hann mjög vel og er
greinilegt að þarna er efnilegur árgangur á ferð. Kennarar voru Helga Björg Pálmadóttir og Anna Snæbjörnsdóttir.
Íþróttakennari var Áslaug Guðmundsdóttir