Börn fædd 2003 tóku þátt í vorskóla í Borgarhólsskóla dagana 12...
Börn fædd 2003 tóku þátt í vorskóla í
Borgarhólsskóla dagana 12.-14. maí. Markmiðið með vorskólanum er að gefa börnunum sýn á það hvernig er að byrja í
skóla og draga úr kvíða og spennu vegna skólabyrjunar. Þessa daga fengu börnin m.a. að kynnast skólahúsnæðinu,
vinna ýmis verkefni og fara í íþróttir, frímínútur og nestisstund. Vorskólinn gekk vel, enda hópurinn duglegur og
áhugasamur. Kennarar voru Berglind Júlíusdóttir og Karólína Skarphéðinsdóttir.