2. bekkur á pósthúsinu

Nemendur í 2. bekk í 23. stofu
Nemendur í 2. bekk í 23. stofu
Nemendur í 2...
Nemendur í 2. bekk fóru í heimsókn á pósthúsið á Húsavík í síðustu viku.  Þessi ferð var liður í stærðfræðivinnu og felst í vinnu með póst, bréf, frímerki o.fl.  Vel var tekið á móti þeim.  Konurnar á pósthúsinu sýndu nemendum hvar póstur, bréf og pakkar, koma inn í hús, vogir til að mæla þyngd bögglanna, hólf fyrir flokkun á pósti fyrir hvert hús og hvern bæ í sveitunum. 
Einnig fengum þau að stimpla á frímerki og blað eins og gert er við venjuleg bréf.  Að lokum fengu allir blýant eða penna að gjöf.  Konurnar sögðu að nemendur hefðu verið afar stillt og prúð.  Þetta var skemmtileg ferð sem unnið verður úr í veggspjaldagerð og ritun á næstu dögum.

Unnið upp úr frétt á heimasíðu 2. bekkjar í 22. stofu.

Skoða myndir


Athugasemdir