- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám.
Nemendur í öðrum og þriðja bekk fá reglulega tækifæri til yndislesturs. Nemendur lesa fjölbreyttar bækur sem þeir velja sjálfir. Bókasafnið er heillandi staður og alltaf hægt að finna spennandi lesefni. Við teljum mikilvægt að halda í og skapa jákvæðar lestrarstundir.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |