- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hver er menntun foreldra þinna, tekur þú þátt í skipulögðu félags- og tómstundastarfi eða hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum? Borgarhólsskóli tekur þátt í rannsókn Menntavísindastofnunar HÍ sem kallast Íslenska æskulýðsrannsóknin sem er framkvæmt fyrir mennta og barnamálaráðuneyti á grundvelli æskulýðslaga. Ungt fólk er framtíð samfélagsins og því er mikilvægt að skilja þarfir þeirra og hvernig á að stuðla að þróun þeirra. Rannsóknir geta varpa ljósi á áhættur, tækifæri og þá möguleika sem eru fyrir ungt fólk í skóla, starfi og samfélaginu í heild.
Einnig geta rannsóknir hjálpað við að móta stefnur og aðgerðir sem stuðla að betri lífsgæðum og jöfnuði innan samfélagsins. En á næstu dögum verður könnunin lögð fyrir nemendur skólans frá fjórða og upp í tíunda bekk. Við hvetjum foreldra til að kynna sér rannsóknina en á vefsvæði hennar má rýna í gagnasjá og skýrslur með hvers konar áhugaverðum upplýsingum bæði á landsvísu og fyrir okkar skóla.
Könnunin hefur verið lögð fyrir árlega síðan skólaárið 2021-2022. Ári síðar bættist framhaldsskólinn við hvar nemendur eru spurðir annað hvert ár og fjórða hvert ár er ráðgert að framkvæma símakönnun utan skóla til að stækka gagnasafnið af upplýsingum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |