Árshátíð Borgarhólsskóla 2006

Söngatriði úr leikriti
Söngatriði úr leikriti
Árshátíð unglinga í Borgarhólsskóla var haldin í sal skólans föstudaginn 10...
Árshátíð unglinga í Borgarhólsskóla var haldin í sal skólans föstudaginn 10. nóvember. Eins og fyrri ár þá var þetta frábær samkoma sem var öllum nemendum og kennurum til mikils sóma. Ekki er það síst að þakka árshátíðarnefnd skólans og félagsmálakennurum. Mikill undirbúningur er að baki svona samkomu og var unnið vel og lengi fram eftir til þess að klára skemmtiatriði og gera salinn tilbúinn. Eins og fyrri ár þá var salurinn settur í sín fínustu föt og aldrei áður hefur hann verið eins glæsilegur. 

 Nemendur úr öllum bekkjardeildum komu með skemmtiatriði og kennararnir sungu af mikilli list eins og þeim einum er lagið. Einnig sýndi 10. bekkur tvö söngatriði úr leikriti sem þau eru að fara að frumsýna þann 22. nóvember og svo lauk dagskránni með hinni glæsilegu Stjörnumessu. Halldór var með nikkuna og tóku allir vel undir í fjöldasöng. Um klukkan 23 byrjaði svo diskó þar sem búið var að fá Pál Óskar til þess að þeyta skífurnar. En sökum veðurs þá komst hann því miður ekki, en því var þó bjargað á síðustu stundu. Páll Óskar sendi félaga sinn frá Akureyri til okkar og hann stóð sig einstaklega vel við að skemmta nemendum og starfsfólki fram til klukkan 01. Nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir árshátíðina og ekki bara vegna þess hve frábær hún var heldur einnig fyrir það hversu vel þau komu fyrir. Svona nemendur og svona samkomur eru skólanum okkar til mikils sóma.

Kristjana María

Skoða myndir

 


Athugasemdir