- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þema kvöldsins var að þessu sinni Winter wonderland og mátti sjá seríur, snjókorn, glimmer og klaka um allan sal. Að venju sá árshátíðarnefnd um undirbúning en hana skipa sex nemendur, tveir úr níunda bekk og fjórir úr tíunda bekk. Krakkarnir nutu svo kræsinga frá veitingahúsinu Sölku. Hver bekkjardeild var með skemmtiatriði og voru þau mjög fjölbreytt og skemmtileg. Einn af hápunktum kvöldsins var svo stjörnumessan þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir ýmis afrek. Að loknu borðhaldi kom svo leynigestur en það var hann Halldór fyrrverandi skólastjóri. Hann sá um undirleik svo hægt væri að dansa kokkinn. Krakkarnir fögnuðu gríðarlega og höfðu mjög gaman af dansinum. Síðan tók DJ Bóas við og sá um diskó þar sem stiginn var trylltur dans fram eftir kvöldi.
Krakkarnir voru öll prúðbúin og fín og var ekki annað hægt að sjá en að allir skemmtu sér vel.
Við viljum svo þakka Sölku fyrir frábæra þjónustu með matinn, Halldóri fyrir að koma og spila fyrir krakkana sem og Bóasi, Berki og Sigga sem sáu um ljós og hljóð, Hjálmari Boga og Örlygi Hnefli fyrir að taka myndir af öllum og svo auðvitað öllum krökkunum, án þeirra hefði kvöldið ekki orðið eins frábært og skemmtilegt og það var. Árshátíðarnefnd stóð sig mjög vel í undirbúningnum og hefur salurinn líklega aldrei verið jafn glæsilegur og í ár. Við getum verið stolt af unglingunum okkar því ekki er sjálfsagt að geta haldið hundrað manna skemmtun þar sem ekkert kemur upp á og allir skemmta sér saman.
Kolbrún Ada og Kristjana María
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |