- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Árstíðirnar hafa mikil áhrif á Jörðina og veðrið. Þær stjórnast aðallega af möndulhalla Jarðar og hreyfingu hennar um sólina. Nemendur annars og þriðja bekkjar hafa á þessum fyrstu dögum skóla verið að læra um árstíðirnar og veðrið.
Unnið er í anda Byrjendalæsis; orð úr orði þar sem veðurfræðingar er lykilorðið. Sömuleiðis unnið með Halló heimur auk barnabóka þar sem árstíðir og veður koma fram. Nemendur gerðu tré og létu það vaxa laufblöð merkta afmælisdögum í viðeigandi árstíðarlitum. Verkfærum Jákvæðs aga var fléttað við vinnuna og búið að skipa svokallaðan veðurspæjara en viðkomandi metur veðrið og mælir með viðeigandi fatnaði fyrir útiveru. Þessa stundina væru það stuttbuxur og stuttermabolur og jafnvel sólgleraugu. Spáð er hlýindum um helgina þar sem hiti gæti náð allt að 20 °C þrátt fyrir sólarleysi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |