Atvinnuþátttaka ungmenna er mikil

Háskóli Íslands hefur undanfarið rannsakað vinnutengda heilsu og öryggi íslenskra ungmenna. Algengt er að vestræn ungmenni stundi tímabunda vinnu samhliða skóla og launavinna íslenskra ungmenna er óvenju mikil. Í vestrænum ríkjum gilda lög um lágmarksaldur við vinnu og sérstaka vinnuvernd ungmenna. Þó eru ungmenni í meiri hættu á að lenda í vinnuslysum en fullorðnir og vinnutengd heilsa og öryggi fullorðinna í tímabundinni vinnu er ekki jafn vel tryggð og fastráðinna.

Háskóli Íslands hefur undanfarið rannsakað vinnutengda heilsu og öryggi íslenskra ungmenna. Algengt er að vestræn ungmenni stundi tímabunda vinnu samhliða skóla og launavinna íslenskra ungmenna er óvenju mikil. Í vestrænum ríkjum gilda lög um lágmarksaldur við vinnu og sérstaka vinnuvernd ungmenna. Þó eru ungmenni í meiri hættu á að lenda í vinnuslysum en fullorðnir og vinnutengd heilsa og öryggi fullorðinna í tímabundinni vinnu er ekki jafn vel tryggð og fastráðinna.

Meginmarkmiðið rannsóknarinnar er að skoða vinnutengda heilsu og öryggi 13-19 ára íslenska ungmenna hvað varðar vinnuslys, vinnutengda stoðkerfisverki, vinnuskipulag, stjórnun og öryggisþjálfun. Undirmarkmiðin að skoða skilning ungmenna á vinnutengdri heilsu og öryggi á vinnustað, kynja- og starfsmun á heilsufarsþáttunum og að meta áhættuþætti þeirra, sérstaklega áhættuþætti tengda vinnustaðnum.

Rannsóknin byggir á eldri rannsóknum um launavinnu og vinnuvernd íslenskra ungmenna, sú þriðja á tuttugu árum. Hún er unnin við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og í samvinnu við Vinnueftirlitið. Fyllsta trúnaðar verður gætt varðandi upplýsingar sem fram koma í viðtölunum.

Þess verður vandlega gætt að ekki sé hægt að þekkja ákveðna einstaklinga þegar niðurstöður rannsóknarinnar verða skrifaðar, m. a. með því að nota dulnefni. Nokkrir nemendur í Borgarhólsskóla taka þátt í rannsókninni en atvinnuþátttaka nemenda í eldri bekkjum skólans er nokkur. Stór þáttur í verslun- og þjónustu á svæðinu er háður þátttöku þeirra í atvinnulífinu.


Athugasemdir