Baráttudagur gegn einelti

Nemendur samankomnir á Sal að syngja.
Nemendur samankomnir á Sal að syngja.

Þriðjudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var helgaður samveru, vináttu og gleði. Dagurinn er haldinn að frumkvæði verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti í íslensku samfélagi.

Vinabekkir hittust og skreyttu saman hjörtu. Hver nemandi í skólanum fékk úthlutað eitt hjarta. Hvað er það sem bindur okkur saman sem samfélag? Hvert og eitt okkar er með eitt hjarta, líkamlega og tilfinningalega; þegar við tengjumst öðrum, þegar við deilum reynslu og gildi, er það eins og hjörtu okkar slái saman í takt. Þetta lýsir samanlögðum áhrifum sem samfélög hafa á einstaklinga, þar sem sameiginleg áhugamál og félagsleg tengsl skapa einingu sem er stærri en einstaklingarnir sjálfir.

Nemendur komu saman á söngsal hvar sungið var um vináttu og að hvert og eitt okkar er einstakt í samfélagi með öðrum. Nemendur héldu loks öllum sínum hjörtum á lofti í hópi með öllum hinum nemendum. Nemendur tók vel undir, mörg klædd grænu sem er tákn þess sem verndar.