Breytingar á tannlæknaþjónustu

Í vetur verða börn ekki kölluð úr skóla til eftirlits hjá tannlækni...
Í vetur verða börn ekki kölluð úr skóla til eftirlits hjá tannlækni.
Börn, sem verið hafa til eftirlits og meðferðar á tannlæknastofunni verða nú kölluð frá heimili eða fá tíma samkvæmt símbeiðni (464 0990) eða tölvupósti (tannlaeknar@heilthing.is) .
Vakin er athygli á mikilvægi árlegs eftirlits með tannheilsu.
Munið forvarnarskoðun fyrir 3ja, 6 og 12 ára börn sem Sjúkratryggingar Íslands greiða enn að fullu.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á tannlæknastofunni í síma 464 0990.
Með kveðju og ósk um áframhaldandi samvinnu um góða tannheilsu,
 
Stefán Haraldsson, tannlæknir
Sigurjón Benediktsson, tannlæknir
Starfsfólk tannlæknastofunnar
 
Munið að hreinar tennur skemmast ekki.

Athugasemdir