Öskudagurinn í skólanum

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra. Nemendur og starfsfólk skólans kom upp á búið til vinnu í dag og víða var uppbrot á hefðbundnu skólastarfi í tilefni dagsins.

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra.

Nemendur og starfsfólk skólans kom upp á búið til vinnu í dag og víða var uppbrot á hefðbundnu skólastarfi í tilefni dagsins. Sjá myndaalbúm hér að neðan.

Í Evrópu tíðkuðust, og tíðkast enn þar og víða í heiminum, sérstakar kjötkveðjuhátíðir síðustu dagana fyrir lönguföstu, miklar útihátíðir og skemmtanir. Veður hefur líklegast haft þau áhrif að útihátíðir náðu ekki fótfestu á Íslandi. Þrátt fyrir það fóru margir nemendur skólans í göngu um bæinn til að syngja og næla sér í mæru. Í dag fer svo fram öskudagsball í Íþróttahöllinni þar sem kötturinn verður sleginn út tunnunni og stiginn dans.

Smellið hér - Myndaalbúm


Athugasemdir