- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Að læra nýtt tungumál, upplifa nýja menningu og þroskast sem einstaklingur. Samkvæmt Hagstofunni fara áralega um þúsund einstaklingar erlendis í skiptinám. Nemendur áttunda, níunda og tíunda fengu heimsókn frá alþjóðlegu samtökunum AFS, Alþjóðleg fræðsla og samskipti, um skiptinám hverskonar. Samtökin eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að friði og tengja saman menningarheima.
Þessi misseri er einn skiptinemi á Húsavík en á hverjum tíma er óskað eftir fjölskyldum til að hýsa skiptinema og verða fósturfjölskylda.
Nemendur fengu kynningu á starfsemi samtakanna og reynslusögur einstaklinga sem hafa farið í skiptinám. Sömuleiðis hvaða kröfur eru gerða til einstaklina og þau ótal tækifæri sem fylgja skiptinámi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |