Félagsstarf unglingana komið á fullt

Nú er félagsstarf unglingana komið á fullt skrið og í nógu að snúast...
Nú er félagsstarf unglingana komið á fullt skrið og í nógu að snúast. Fljótlega eftir að skólinn byrjaði var kosið í nefndir. Um er að ræða Árshátíðarnefnd, sem sér um að skipuleggja árshátíðina sem verður 10. nóvember. Svo er það Fjáröflunarnefnd 10. bekkjar, sem sér um að halda utan um fjáröflun fyrir skólaferðalag þeirra í vor og að lokum er það Nemendaráð Keldunnar, sem sér um að halda utan um og skipuleggja dagskrá vetrarins í Keldunni.
 
Nöfn þeirra sem sitja í nefndum þetta skólaár:
 
Árshátíðarnefnd:
Helga Sigurjónsdóttir 10. bekk
Óskar Andri Ólafsson 10. bekk
Auðbjörg María Gunnlaugsdóttir 10. bekk
Halldór Guðni Traustason 10. bekk
Tandri Gauksson 9. bekk
Sæunn Kristjánsdóttir 9. bekk
 
 
Fjáröflunarnefnd:
Alexander Gunnar Jónasson 10. bekk
Anna Guðrún Sveinsdóttir 10. bekk
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson 10. bekk
Arna Ýr Arnarsdóttir 10. bekk
Hólmfríður Agnes Grímsdóttir 10. bekk
Davíð Fannar Davíðsson 10. bekk
Nói Björnsson 10. bekk
 
Nemendaráð:
Arna Ýr Arnarsdóttir 10. bekk
Hermann Ragnar Pálsson 10. bekk
Davíð Helgi Davíðsson 9. bekk
Símon Böðvarsson 9. bekk
Líney Gylfadóttir 8. bekk
Pétur Geir Steinsson 8. bekk
 
Nú þegar er allt komið á fullt í að undirbúa árshátíðina. Hún verður haldin í sal Borgarhólsskóla eins og síðustu tvö ár og er margt sem þarf að gera fyrir slíka hátíð.
Fjáröflunarnefnd vinnur hörðum höndum við að safna peningum fyrir ferðarlagið í vor og má þar helst nefna sjoppuna í frímínútum, bolasala og svo leikrit 10. bekkjar sem þegar er farið í gang.
 
Nemendaráð sér um að halda fjörinu gangandi í Keldunni og er þegar búið að halda diskótek, sundlaugarpartý, Bíókvöld, opið hús, spilakvöld og fleira.
 
Eins og öllum er kunnugt um þá héldum við upp á forvarnardaginn hér á Húsavík eins og gert var allsstaðar á landinu. Dagskrá var fyrir 9. bekk í skólanum um morguninn þar sem horft var á myndband og svo rætt saman um mikilvæg málefni. Um kvöldið var svo spjallkvöld í Keldunni með Kristjönu og Beggu þar sem haldið var áfram að fara yfir mikilvæg málefni og hver og einn gat spurt og sagt sína skoðun. Ákveðið var að halda svona kvöld reglulega í vetur.
 
Umsjónarmaður Keldunnar í vetur er Kristjana María og með henni eru Begga og Erling. Umsjónarmenn félagslífs í Borgarhólsskóla eru Jón og Unnar.

Athugasemdir