Fjárhúsa og hestaferð

Í gær þriðjud. 22. maí fór 4. bekkur að skoða kindurnar og lömbin.

Í gær þriðjud. 22. maí fór 4. bekkur að skoða kindurnar og lömbin með Mary Önnu og Gunnari Kjartani hjá Torfa og afa Sigga. Sauðburður var
langt kominn en krakkarnir fengu að halda á lömbum og skoðuðu hænur, hesta og kanínu.

Í dag miðvikud. 23. maí fór 4. bekkur í heimsókn í Saltvík þar sem Ingólfur og Hjördís (nemandi í 4. bekk) tóku á móti okkur og sýndu
okkur gangtegundir íslenska hestsins. Um leið fræddi Ingólfur okkur um uppbyggingu og umhirðu hesta. Börnin fengu að kemba
hestunum, skoða sig um og síðan fengu allir að fara á hestbak sem vildu.

Krakkarnir höfðu mjög gaman af þessum heimsóknum og þökkum við fyrir góðar móttökur.

4.bekkur

Hér má sjá myndir úr Saltvíkurferð.


Athugasemdir