Fjölbreytt starf Stúlknakórsins

Stúlknakór Húsavíkur
Stúlknakór Húsavíkur
Við skólann er starfsræktur skólakór, Stúlknakór Húsavíkur. Eins og nafnið gefur til kynna eru aðeins stúlkur í kórnum. Kórstjóri er Ásta Magnúsdóttir en bæði er kórinn valgrein á unglingastigi og opinn nemendum á yngri stigum.

Við skólann er starfsræktur skólakór, Stúlknakór Húsavíkur. Eins og nafnið gefur til kynna eru aðeins stúlkur í kórnum. Kórstjóri er Ásta Magnúsdóttir en bæði er kórinn valgrein á unglingastigi og opinn nemendum á yngri stigum.

Vetrarstarf kórsins hefur verið fjölbreytt. Það hófst með þátttöku í Vísnaplötuverkefninu sem Guðni Bragason stóð fyrir. Kórinn söng á hátíðinni þegar forseti Íslands heimsótti Norðurþing. Kórinn stóð sig reglulega vel í þessum verkefnum.

Núna er kórinn að vinna í verkefni með Rafnari Orra Gunnarssyni en sá hyggur á plötuútgáfu á nýju ári. Auk þess að syngja inn á plötuna tekur kórinn þátt í tónlistarmyndbandi sem Rafnar vinnur að. Kórinn mun taka þátt í útgáfutónleikum þegar platan kemur út.

Framundan eru tvennir jólatónleikar. Annarsvegar heldur kórinn sína jólatónleika þann 11. desember í sal skólans. Hinsvegar mun kórinn taka þátt í jólatónleikum sem Hera Björk heldur í Húsavíkurkirkju fyrir jól.

Rafnar Orri við upptökur með kórnum


Athugasemdir