Forvarnardagurinn í skólanum

Fjölskyldan að baka saman.
Fjölskyldan að baka saman.
Fimmtudaginn 28...
Fimmtudaginn 28. september var í fyrsta sinn haldinn Forvarnardagur í grunnskólum landsins undir heitinu Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli. Sérstök dagskrá var í öllum 9. bekkjum grunnskóla og skilaboð send inn á öll heimili landsins.  Markmið Forvarnardagsins er að kynna þrjú heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá því að verða fórnarlömb fíkniefna.
Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð.
 
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Skátahreyfinguna, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Átakið er stutt myndarlega af lyfjafyrirtækinu Actavis.
 
Heillaráðin gegn fíkniefnum eru byggð á áratugalöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun unglinga og árangursríkum forvörnum.
 
Nemendur í 9. bekk skólans tóku þátt í forvarnardeginum, byrjað var að horfa á myndband sem gefið var út í tilefni dagsins. Eftir það urðu umræður um forvarnir ofl. Um kvöldið bauð félagsmiðstöðin Keldan nemendum í 8. 9. og 10. bekk upp á dagskrá.  Nú hafa allir fengið sendan heim segul sem á standa heilræðin þrjú. Við hvetjum foreldra til þess að líma segulinn á ísskápinn og taka upp umræður um þetta efni við börn sín.
 
Kristjana

Athugasemdir